Sport

Hraðamet hjá Ara Braga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sælir og glaðir eftir 100 metra hlaupið: Guðmundur Karl Úlfarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Trausti Stefánsson, Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Sælir og glaðir eftir 100 metra hlaupið: Guðmundur Karl Úlfarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Trausti Stefánsson, Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. mynd/frí
Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær.

Meðal atriða á setningarhátíðinni var 100 metra hlaup þar sem margir af okkar fremstu spretthlaupurum tóku þátt.

Þeirra á meðal var Ari Bragi Kárason sem setti nýverið nýtt Íslandsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 10,52 sekúndum.

Ari gerði gott betur í hlaupinu í gær og kom í mark á 10,38 sekúndum, 0,01 sekúndu á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni.

Frábærir tímar hjá þessu spretthörðu köppum en þeir teljast því miður ekki gildir til meta þar sem meðvindur var +4 yfir löglegum mörkum.

Þess má geta að Patrekur Andrés Axelsson kom í mark á 12,56 sekúndum en hann er blindur og hljóp með fylgdarhlaupara.

Hér að neðan má sjá myndband af hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×