Körfubolti

Howard kominn á leikmannamarkaðinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Howard í leik með Rockets.
Howard í leik með Rockets. vísir/getty
NBA-liðið Houston Rockets tilkynnti í gær að Dwight Howard hefði ákveðið að losa sig undan samningi við félagið og henda sér á leikmannamarkaðinn.

Með þessu gaf Howard frá sér 2,8 milljarða króna sem hann átti að fá hjá Rockets næsta vetur.

Honum er nú frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir 1.júlí.

Hinn þrítugi Howard var með 13,7 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur. Rockets olli miklum vonbrigum með því að vinna 41 leik og tapa 41

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×