MIĐVIKUDAGUR 22. MARS NÝJAST 15:54

Ríkiđ setji hömlur á hćkkun leiguverđs og reki eigin leigufélög

FRÉTTIR

Howard gćti snúiđ aftur til Bandaríkjanna eftir tímabiliđ

 
Enski boltinn
12:00 09. FEBRÚAR 2016
Howard hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
Howard hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard gæti verið á heimleið eftir tímabilið. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Howard hefur verið í herbúðum Everton frá árinu 2006 og er leikjahæsti leikmaður liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Howard hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar í vetur og svo gæti farið að hann snúi aftur til heimalandsins fyrr en áætlað var.

Hinn 36 ára gamli Howard hefur verið orðaður við lið Colorado Rapids í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en Everton gæti leyft honum að fara á frjálsri sölu að tímabilinu loknu, jafnvel þótt samningur hans renni ekki út fyrr en 2018.

Howard er sem stendur meiddur á hné og missti af þeim sökum af deildarleikjunum gegn Newcastle United og Stoke City.

Spánverjinn Joel Robles stóð í marki Everton í þessum leikjum og hélt hreinu í þeim báðum og því er óvíst hvort Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, taki Howard beint inn í byrjunarliðið þegar hann kemur aftur eða haldi tryggð við Robles.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Howard gćti snúiđ aftur til Bandaríkjanna eftir tímabiliđ
Fara efst