Körfubolti

Höttur vann toppslaginn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hattarmenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn.
Hattarmenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn. vísir/ernir
Höttur náði fjögurra stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í körfubolta með góðum útisigri á Fjölni, 70-87, í uppgjöri toppliðanna í Grafarvogi í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Með sigri hefðu Fjölnismenn jafnað Hattarmenn að stigum. En gestirnir frá Egilsstöðum voru ekki á þeim buxunum og unnu góðan sigur. Höttur hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur og stefna hraðbyri upp í Domino's deildina.

Aaron Moss var atkvæðamestur í liði Hattar með 31 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar. Ragnar Gerald Albertsson kom næstur með 18 stig og sjö fráköst.

Colin Pryor var með 28 stig og 16 fráköst í liði Fjölnis. Hann var eini Fjölnismaðurinn sem skoraði yfir 10 stig í leiknum.

Úrslit kvöldsins í 1. deild karla:

Fjölnir 70-87 Höttur

Ármann 62-109 Valur

Breiðablik 94-78 Vestri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×