FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:00

Blekking

SKOĐANIR

Höttur komst aftur upp í Domino´s deildina í kvöld

 
Körfubolti
20:52 03. MARS 2017

Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Domino´s deild karla á næsta tímabili eftir 32 stiga sigur á Ármanni, 99-67, í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Höttur á tvo leiki eftir en ekkert lið getur nú lengur náð þeim að stigum. Efsta liðið í 1. deild karla fer beint upp en liðin í 2. til 5. sæti spila um hitt sætið í úrslitakeppni.  Höttur stoppaði því bara eitt tímabil í 1. deildinni.

Hattarmenn hafa unnið 20 af 22 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur en liðið hefur aðeins tapað einum heimaleik og einum útileik á öllu tímabilinu.

Ragnar Gerald Albertsson var stigahæstur hjá Hetti með 24 stig og Aaron Moss var með 15 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Mirko Stefán Virijevic var með 13 stig.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er því búinn að koma liðinu upp í úrvalsdeildina í annað sinn á þremur árum. Hann spilaði með liðinu í vetur og var með 13 stig í sigrinum í kvöld

Höttur komst einnig upp vorið 2015 en féll aftur úr Domino´s deildinni fyrir ári síðan.

Þetta verður þriðja tímabil Hattar í úrvalsdeild karla en liðið lék einnig í efstu deild veturinn 2005-06.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Höttur komst aftur upp í Domino´s deildina í kvöld
Fara efst