Viðskipti innlent

Hótel dýrust í Reykjavík

Sæunn Gísladóttir skrifar
Að meðaltali kostaði nótt á hóteli í Reykjavík 25 þúsund krónur í október.
Að meðaltali kostaði nótt á hóteli í Reykjavík 25 þúsund krónur í október. Vísir/GVA
Í október kostaði að meðaltali ein nótt á reykvísku hótelherbergi tæpar 25 þúsund krónur og hefur hækkað um fjórðung frá sama tíma í fyrra. Verðskrár hótela í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki, hafa hins vegar lækkað. Reykvísk hótel voru því þau dýrustu á Norðurlöndum í október. Túristi greinir frá þessu.

Meðalverð í október í fyrra í Reykjavík var 19.968 krónur og var það næst lægsta verðið á Norðurlöndum. Í ár er meðalverðið þó hæst hér á landi og munar allt að 8 þúsund krónum á því hæsta og lægsta.

Verðhækkunin í Reykavík nemur 45 prósentum milli ára í sænskum krónum, veiking sænsku krónunnar og styrking þeirra íslensku skýrir það. Túristi greinir fá því að þó virðist þetta ekki draga úr áhuga Svía á að heimsækja Ísland, því fyrstu níu mánuði ársins komu hingað 25,2 prósent fleiri ferðamenn en á sama tíma í fyrra.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×