Erlent

Hótanir og viðvörunarskot á Kóreuskaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong-un einræðisherra Norður Kóreu.
Kim Jong-un einræðisherra Norður Kóreu. Vísir/EPA
Yfirvöld Norður-Kóreu hótuðu í dag að hefna sín fyrir það að viðvörunarskotum var skotið að skipum þeirra nú í nótt. Hernaðaryfirvöld Suður-Kóreu segja að fimm skotum hafi verið skotið að smáu herskipi og fiskiskipi sem sigldu inn á umdeilt hafssvæði nærri eyjunni Yeonpyeong.

Norður-Kórea segir skotin hafa verið „alvarlega ögrun“. Í tilkynningu frá hernaðaryfirvöldum í norðri segir að Suður-Kórea muni sjá eftir þessum skotum.

Norður-Kórea hótar nágrönnum sínum í suðri reglulega en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að kjarnorkuvopn var sprengt í tilraunaskyni í Norður-Kóreu í janúar. Svo voru gerðar eldflaugatilraunir í febrúar og í mars og í kjölfar þeirra voru þvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu hertar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×