Innlent

Hótaði sjálfsvígi og annar neitaði að yfirgefa lögreglustöðina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan hafði afskipti af ölvuðum manni í austurhluta Reykjavíkur í nótt. Hann hótaði sjálfsvígi og neitaði að fara á sjúkrastofnun og leita sér aðstoðar. Sparkaði hann í lögreglumann og var í kjölfarið handtekinn.

Lögregla stöðvaði bifreið á Hafnarfjarðarvegi um klukkan fjögur í nótt en ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku en hafði ekki áhuga á að yfirgefa lögreglustöðina. Var honum skutlað heim en sneri hins vegar aftur á lögreglustöðina og neitaði að fara. Var hann vistaður í fangageymslu og látinn sofa úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×