Innlent

Hótaði að skaða sjálfan sig

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þjófnaður, ölvunarakstur og hótanir um sjálfskaða komu á borð lögreglunnar í nótt.
Þjófnaður, ölvunarakstur og hótanir um sjálfskaða komu á borð lögreglunnar í nótt. Vísir/Pjetur
Um hálf eitt í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu frá starfsmanni á meðferðarstofnun í austurhluta Reykjavíkur um að vistmaður sé mjög æstur, hafi haft í hótunum við starfsmenn og hótaði að skaða sjálfan sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þegar lögregla kom á vettvang voru starfsmenn búnir að  yfirbuga manninn og voru með hann í töku. Óskað eftir því að viðkomandi yrði vistaður hjá lögreglu til morguns. Orðið við því og viðkomandi vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í austurborginni og var gerandi á staðnum þegar lögreglu bar að garði. Maður var handtekinn sem neitaði að segja til nafns, var búin að skemma hluti í versluninni og veittist að lögreglu. Aðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í nótt og báðir látnir lausir eftir sýnatöku.

Um klukkan þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um aðila sem væri að fara inn í bifreiðar í Kórahverfi í Kópavogi. Skömmu síðar er aðili handtekinn vegna málsins og hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×