Lífið

Hótaði að hætta gítarsólóum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Skálmaldarmenn hlaupa til styrktar Hringsins í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.
Skálmaldarmenn hlaupa til styrktar Hringsins í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. vísir/vilhelm
Meðlimir Skálmaldar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og hafa þeir tekið áheitasöfnun mjög alvarlega. Í gærkvöldi voru þeir búnir að safna tæpum átta hundruð þúsund krónum fyrir Hringinn en innbyrðis hópsins hefur verið heilmikil keppni síðustu vikur í að safna flestum áheitum.

Þráinn Árni Baldvinsson er búinn að safna næstmestu af þeim félögum.

„Gunni er búinn að safna mestu en það er bara af því að hann hótaði að raka af sér skeggið. Ég lofa að ég verð með besta tímann í staðinn,“ segir Þráinn en honum leist ekki á blikuna á tímabili því það gekk svo vel hjá hinum að safna áheitum.

„Þeir voru með endalaust væl um að þeir væru ekki búnir að hreyfa sig svo lengi og væru slasaðir og ættu þess vegna að fá flest áheitin. Ég ákvað því að senda aðdáendaklúbbi Skálmaldar skilaboð um að ef ég fengi ekki áheit myndi ég ekki spila fleiri gítarsóló og á næsta klukkutíma flæddi inn áheitin. Ég spila langflestar nóturnar í bandinu og því ætti ég að sjálfsögðu að fá flest áheit." 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×