Golf

Horschel og Kirk efstir í Atlanta

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Chris Kirk hefur leikið vel að undanförnu á PGA-mótaröðinni.
Chris Kirk hefur leikið vel að undanförnu á PGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Images
Bandaríkjamennirnir Billy Horschel og Chris Kirk léku best á fyrsta keppnisdegi á Tour Championship mótinu hófst í dag á East Lake vellinum í Atlanta. Horschel og Kirk léku báðir á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Jason Day, Bubba Watson, Jim Furyk og Patrick Reed léku allir á 67 höggum og er jafnræði meðal efstu kylfinga í mótinu. Norður-Írinn Rory McIlroy lék á 69 höggum í dag og er í 11. sæti. Aðeins 29 kylfingar taka þátt í mótinu sem er lokamót tímabilsins á PGA-mótaröðinni.

Krik og Horschel hafa verið sjóðheitir að undanförnu og hafa unnið tvö síðustu mót í FedEx-úrslitakeppninni. Kirk sigraði á Detusche Bank mótinu fyrir tveimur vikum og um síðustu helgi sigraði Horschel á BMW Championship mótinu.

Sigurvegarinn í FedEx-úrslitakeppninni hlýtur 10 milljónir dala í verðlaunafé og því er mikið undir um helgina í Atlanta.

Staðan í mótinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×