MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ NÝJAST 23:52

Fallúja komin úr höndum ISIS

FRÉTTIR

Horner: Hamilton ţráđi ađ komast til Red Bull

 
Formúla 1
23:30 19. JANÚAR 2016
Lewis Hamilton hittir Christian Horner og Bernie Ecclestone.
Lewis Hamilton hittir Christian Horner og Bernie Ecclestone. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt að Lewis Hamilton hafi þráð að koma til liðs við Red Bull í gegnum tíðina.

Hamilton vildi samkvæmt Horner koma til liðs við Red Bull áður en hann fór frá McLaren við lok árs 2012.

Hamilton vildi komast í sætið við hliðina á Sebastian Vettel hjá Red Bull.

„Hann vildi aka fyrir Red Bull,“ sagði Horner í samtali við tímaritið F1 Racing, aðspurður um heimsók Hamilton í bílskúr liðsins yfir keppnishelgina í Kanada 2011.

„Það var ekki eina skiptið sem hann leitaði til okkar, hann þráði að aka fyrir liðið. Árið 2012 vildi hann aftur koma og aka fyrir okkur. Við gátum ekki komið honum að í liðinu á meðan Sebastian var með okkur. Hann vildi líka koma til okkar rétt áður en hann skrifaði undir hjá Mercedes,“ hélt Horner áfram.

Horner segist hafa átt stóran þátt í því að Hamilton fór til Mercedes.

„Fyrst við komum honum ekki í liðið hvatt ég Niki Lauda til að fá Hamilton til að skrifa undir, í þeim tilgangi að veikja McLaren. Ég sá ekki fyrir að Mercedes myndi drottna eins og þeir hafa gert undanfarin tvö ár,“ sagði Horner að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Horner: Hamilton ţráđi ađ komast til Red Bull
Fara efst