Fótbolti

Hörmungargengi Hellas heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frosinone fagnar marki og Emil er hér lengst til hægri í mynd.
Frosinone fagnar marki og Emil er hér lengst til hægri í mynd. vísir/getty

Það gengur ömurlega að safna stigum hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona, en Hellas tapaði í dag 3-2 fyrir Frosinone. Hellas er á botni deildarinnar.

Rafael, markvörður Hellas, var rekinn af velli á nítjándu mínútu og í kjölfarið dæmt vítaspyrna. Úr henni skoraði Daniel Ciofani. Ciofani var aftur á ferðinni á 40. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystuna og staðan 2-0 í leikhlé.

Federico Dionisi gerði svo út um leikinn með þriðja mark Frosinone þremur mínútum eftir hlé. Fedrico Viviani minnkaði munuinn fyrir Hellas tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Hellas gáfust ekki upp. Vangelis Moras minnkaði muninn enn frekar stundarfjórðungi fyrir leikslok, en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2 sigur Frosinone.

Emil spilaði allan leikinn og fékk gult spjald eftir klukkutímaleik. Hellas er á botni deildarinanr með sex stig, en þeir hafa ekki unnið leik á leiktíðinni. Þeir eru átta stigum frá Frosinone sem skaust upp í öruggt sæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×