Innlent

Horfur lungnasjúklinga batnað

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Eins árs lifun hefur farið úr 69% í 92% á síðustu 24 árum.
Eins árs lifun hefur farið úr 69% í 92% á síðustu 24 árum. NordicPhotos/Getty
Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins hafa batnað á Íslandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Landspítalans. Þar er að finna örfyrirlestra frá þemadögum er kallast Vísindi á vordögum.

Hannes Halldórsson læknanemi fer fyrir hópi rannsakanda og segir í fyrirlestri sínum að síðustu 24 ár hafi orðið hægfara þróun í átt að bættri lifun sjúklinga. Lungnakrabbamein er með hæsta dánartíðni allra krabbameina á Íslandi og nýgengi farið vaxandi.

Árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hefur aukist markvert. Eins árs lifun hefur farið úr 69 prósentum í 92 og þriggja ára lifun úr 44 prósentum í 73.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×