Viðskipti erlent

Horfur í ESB óstöðugar að mati Standard and Poor's

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Samkomulag um Grikkland veldur óvissu innan ESB.
Samkomulag um Grikkland veldur óvissu innan ESB. Nordicphotos/Getty
Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur fært stöðugleikahorfur í Evrópusambandinu úr stöðugum í neikvæðar.

Þetta kemur fram í skýrslu fyrirtækisins sem kom út á mánudag.

Þetta þýðir að fyrirtækið geti einnig lækkað lánshæfismat ESB úr AA+ á næstu mánuðum.

Í rökstuðningi fyrirtækisins kemur fram að aukin áhætta hafi verið tekin í efnahagsmálum sambandsins eftir samkomulagið við Grikkland auk þess sem yfirvofandi þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Bretlands í sambandinu tefli horfum í tvísýnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×