Lífið

Horfðu á þetta og þér mun pottþétt líða betur

Ellý Ármanns skrifar
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir.
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir.
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, sem bjó í Balí árið 2008 og er nýflutt út aftur þar sem hún starfar sem þerapisti og yoga-kennari sýnir lesendum Lífsins hvernig þeir geta lært að elska sjálfan sig.

Spurð hvernig hún fer að því að elska sjálfa sig segir Guðbjörg:  „Með meðferð þar sem fólk lærir aðferðir og fær fróðleik til að öðlast yndislegt líf og uppgötva þá einstöku hæfileika, eiginleika, getu og visku, sem hver og einn býr yfir og hvernig fólk getur verið að nýta eiginleika sína, hvort sem fólk er að takast á við sjúkdóma, verki, vandamál á vinnustað, erfið samskipti eða sársauka úr æsku, þá tekur meðferðin á þessu öllu.“

Býður fólki að koma í meðferð til Balí

„Í dag býð ég einstaklingum og hópum að koma í „Djúpnæringu“ hingað til mín á Balí og vera í hugleiðslu, yoga-göngum og fara í þerapíuna daglega til að gjörbreyta öllum mynstrum og æfa sig í að næra sjálfan sig og standa með sér og láta lífið og draumana rætast,“ segir Guðbjörg.

Kennir fólki að æfa sig að elska sig

„Til þess að gefa fleirum kost á því að gera breytingar til hins betra í lífinu og kynnast þessum mögnuðu fræðum sem „Lærðu að elska þig“ býður upp á ákvað ég að setja verkefnin inn á Youtube í stuttum skilaboðum með hnitmiðuðum en auðveldum verkefnum sem allir geta gert og fundið strax hvernig lífið og líðan breytist um leið og það byrjar að æfa sig í að elska sig.“

Auðvelt og spennandi líf

„Ég set hvatningu, fróðleik og áhugaverðar hugmyndir inn á Facebook síðuna mína daglega og svara spurningum frá lesendum. Auk þess er ég með heimasíðuna Osk.is og póstlista fyrir alla þá sem vilja enn meiri fróðleik og lausnir. Það er mín hjartans þrá að allir læri að elska sig. Því við erum öll hingað komin til þess að lifa og njóta í þeirri guðdómlegu orku sem ástin gefur okkur. Þegar þú elskar þig þá upplifir þú lífið auðvelt, áhugavert, spennandi og hamingjuríkt,“ segir Guðbjörg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×