Innlent

Horfði á eftir bílnum sínum ekið í burtu

Samúel Karl Ólason skrifar
Bílinn er grár Mercedes Benz 2002 árgerð með númerið Y739.
Bílinn er grár Mercedes Benz 2002 árgerð með númerið Y739.
Ægir Blöndal Hjaltason lenti í því í kvöld að bíl hans var stolið við vinnustað hans við Smiðjuveg. Bíllinn hafði verið í viðgerð og stóð innandyra við opna hurð á verkstæðinu. Lykillinn lá á mælaborðinu og kræfur þjófur hefur séð tækifæri. Ægir stóð nærri bílnum þegar honum var stolið.

„Ég hélt að einn starfsmaður hjá okkur væri að keyra hann út fyrir mig, en svo var ekki. Ég sá bílnum keyrt út af planinu og í burtu,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Hann sá þó ekki hver það var sem keyrði bílinn.

Bílinn er grár Mercedes Benz 2002 árgerð með númerið YI739. Tveir barnastólar voru afturí. Einnig er hægt að bera kennsl á bílinn með því að afturljós vinstra megin er bilað.

Ægir hefur tilkynnt þjófnaðinn til lögreglunnar og biður alla þá sem búa yfir upplýsingum um þjófnaðinn eða sjá bílinn að hafa samband við lögregluna.

Uppfært: Í fyrstu stóð að bíllinn hafi verið fyrir utan verkstæðið, en það var ekki rétt. Hann stóð enn inn á verkstæðinu við opna hurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×