Fótbolti

Hörður og félagar misstu niður tveggja marka forystu gegn Leeds

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City þegar liðið heimsótti Leeds United á Elland Road leikvanginn í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu upp tveggja marka forystu á fyrstu sextán mínútum leiksins með mörkum frá Famara Diedhiou og Bobby Reid.

Heimamenn í Leeds gáfust hins vegar ekki upp og náðu að jafna með mörkum Pierre-Michel Lasogga og Kemar Roofe á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Sá síðarnefndi fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur.

Bristol City eftir sem áður í sjötta sæti deildarinnar en Leeds er fimm sætum neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×