Fótbolti

Hörður Björgvin spilaði í tapleik gegn Roma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Björgvin í baráttu við Gervinho í leiknum í kvöld.
Hörður Björgvin í baráttu við Gervinho í leiknum í kvöld. Vísir/AFP
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn er lið hans, Cesena, tapaði fyrir AS Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm fyrir framan tæplega 35 þúsund áhorfendur.

Mattia Destro og Daniele De Rossi skoruðu mörk Rómarliðsins sem er jafnt Juventus á toppi deildarinnar með 22 stig. Cesena er í átjánda sæti með sex stig.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hörður Björgvin er í byrjunarliði Cesena og hefur hann spilað alla þá leiki. Hann var á bekknum er liðið tapaði fyrir Inter í síðustu umferð, 1-0, en kom aftur inn í liðið í kvöld og spilaði sem varnartengiliður.

Juventus tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið mætti Genoa á útivelli. Luca Antonini tryggði heimamönnum sigur með marki í uppbótartíma.

Úrslit kvöldsins:

Roma - Cesena 2-0

Genoa - Juventus 1-0

Cagliari - AC Milan 1-1

Atalanta - Napoli 1-1

Fiorentina - Udinese 3-0

Inter - Sampdoria 1-0

Palermo - Chievo 1-0

Torino - Parma 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×