Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar unnu og héldu hreinu | Jón Daði ekki með vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin er fastamaður í liði Bristol City.
Hörður Björgvin er fastamaður í liði Bristol City. vísir/getty
Ellefu leikir fóru fram í ensku B-deildinni í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í vörn Bristol City sem vann 1-0 sigur á Leeds United á heimavelli sínum, Ashton Gate.

Hörður Björgvin og félagar eru í 5. sæti deildarinnar með 17 stig.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Fulham sem gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest á City Ground.

Danski framherjinn Nicklas Bendtner kom Forest yfir eftir klukkutíma leik en Tom Cairney jafnaði metin 12 mínútum síðar.

Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Wolves þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli fyrir Wigan Athletic. Hinn geysivinsæli Will Grigg skoraði sigurmark Wigan þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Jón Daði er lítillega meiddur á nára en ekki er búist við því að hann verði lengi frá.

Aron Einar Gunnarsson missti einnig af leik Cardiff City og Derby County vegna meiðsla. Hrútarnir unnu leikinn 0-2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×