Hörður Björgvin og félagar töpuðu fyrir Cardiff

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Cardiff vann slag Íslendingaliðanna í ensku 1. deildinni í dag með einu marki gegn engu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Bristol en Aron Einar Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni í liði Cardiff.

Hvorugt lið náði að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir mikla baráttu og var það ekki fyrr en á 82. mínútu að Kenneth Zohore náði að koma heimamönnum yfir.

Joe Ralls komst inn fyrir vörn Bristol og náði að senda boltann fyrir markið þar sem hann datt fyrir Zohore.

Sigur Cardiff var sá fjórði í röð og var mikilvægur fyrir velska liðið því með honum munar fjórum stigum niður í Aston Villa í þriðja sæti deildarinnar. Bristol er enn í umspilssæti en það munar aðeins tveimur stigum á þeim og Middlesbrough og Sheffield United í næstu sætum fyrir neðan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira