Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar með þriðja sigurinn í röð | Öll úrslit dagsins

Hörður og félagar fara vel af stað í Championship-deildinni.
Hörður og félagar fara vel af stað í Championship-deildinni. Vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lék allar 90. mínúturnar í þriðja sigri Bristol City í röð en liðið er fimm stigum frá toppliði Huddersfield í Championship-deildinni.

Gestirnir frá Nottingham komust yfir í fyrri hálfleik en líkt og oft áður bjargaði Tammy Abraham, lánsmaður frá Chelsea, Bristol-mönnum.

Jafnaði hann metin á 65. mínútu og kom Bristol yfir á 68. mínútu en þetta var þriðji sigur Bristol City í röð.

Ragnar Sigurðsson bíður enn eftir fyrsta sigri sínum í deildinni með Fulham en Fulham þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn nágrönnunum í QPR í dag.

QPR komst yfir á 87. mínútu og reyndist það sigurmarkið þrátt fyrir að Fulham fengi vítaspyrnu á 94. mínútu.

Þá hefur Aston Villa sogast niður í botnbaráttuna í Championship-deildinni en Newcastle heldur áfram að berjast um toppsæti deildarinnar.

Þá töpuðu bæði Cardiff og Wolves leikjum sínum en hvorki Jón Daði Böðvarsson né Aron Einar Gunnarsson komu við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×