Körfubolti

Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson var magnaður í seinni hálfleik.
Hörður Axel Vilhjálmsson var magnaður í seinni hálfleik. vísir/vilhelm
Hörður Axel Vilhjálmsson átti magnaðan seinni hálfleik þegar íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og næstum því sæti á EM með sigri á Bretum.

Hörður Axel skoraði 12 af 17 stigum sínum í frábærri endurkomu íslenska liðsins í seinni hálfleik.

„Þetta er bara hjartað í okkur öllum. Við erum að berjast fyrir hvern annan og þú getur ekki fundið lið með jafnstórt hjarta og þetta íslenska landsliðið. Það eru allir að berjast fyrir hvern annan," sagði Hörður Axel kátur efrir leikinn.

Hörður Axel gaf tóninn í vörninni og setti niður mikilvægar körfur þegar íslenska liðið snéri við leiknum. „Það er alltaf kominn maður á réttum stað á réttum tíma og það er bara ógeðslega erfitt að spila við lið sem spilar svoleiðis vörn," sagði Hörður um varnarleikinn.

En hvað með framhaldið? „Það er bara mögulega EM næst. Þetta er samt ekki ennþá búið að síast inn því maður var bara einbeittur á þennan leik. Þetta hafðist sem betur fer og það er það eina sem skiptir máli," sagði Hörður.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM

Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×