Erlent

Hörð átök í Hong Kong - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum í nótt.
Frá mótmælunum í nótt. Vísir/EPA
Minnst 90 eru særðir eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í nótt. Lögreglan ætlaði sér að loka ólöglegum matsölubásum í Mong Kok hverfi borgarinnar og var þeim ekki tekið fagnandi.

Mótmælendur köstuðu öllu lauslegu í lögregluþjóna og veittust að þeim með bareflum. Lögreglan segir að fjölmargir lögregluþjónar séu meðal þeirra særðu og hafa 54 verið handteknir. Auk þess eru fjórir blaðamenn særðir.

Lögreglan beitti táragasi og kylfum gegn mótmælendum og á einum tímapunkti var viðvörunarskotum skotið í loftið. Það má sjá á meðfylgjandi myndbandi.

Borgarstjóri Hong KongCY Leung, segir ástandið vera ólíðandi og að lögreglan muni beita öllum ráðum til að handtaka mótmælendurna.

„Þeir köstuðu múrsteinum og öðrum hlutum að lögregluþjónum, jafnvel mönnum sem þegar voru slasaðir og lágu á jörðinni.“

Þrátt fyrir mótmælin hafi hafist vegna matsölubása, gengu aðrir til liðs við mótmælin sem vilja auka sjálfstæði Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×