Körfubolti

Hópurinn valinn í leikinn gegn Finnum | Átta spila á Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig Pedersen á miðju myndarinnar og aðstoðarmenn menn hans sitthvoru megin við hann.
Craig Pedersen á miðju myndarinnar og aðstoðarmenn menn hans sitthvoru megin við hann. vísir/ernir
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, og aðstoðarmenn hans hafa valið þá tólf leikmenn sem verða í eldlínunni gegn Finnlandi annað kvöld.

Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 sem fer fram á Spáni, en leikið er í Laugardalshöll. Leikurinn er þriðji leikur Íslands i riðlinum, en Ísland tapaði fyrsti tveimur leikjunum.

Ísland spilar á morgun og sunnudag, en á morgun spilar Íslands gegn Finnlandi og svo Tékkum á sunnudag. Þetta verða kveðjuleikir Loga Gunnarssonar, en hann er í hópnum um helgina.

Fyrst höfðu Craig og félagar valið sautján leikmenn, en þeir Emil Barja, Hjálmar Stefánsson, Breki Gylfason, Kári Jónsson og Ragnar Nathanaelsson. Kári er meiddur svo hann spilar ekki.

Hópur Íslands í heild:

Mart­in Her­manns­son - Chalon Reims

Jakob Örn Sig­urðar­son - Borås

Pét­ur Rún­ar Birg­is­son - Tinda­stóll

Hlyn­ur Bær­ings­son - Stjarn­an

Jón Arn­ór Stef­áns­son - KR

Hörður Axel Vil­hjálms­son - Kefla­vík

Logi Gunn­ars­son - Njarðvík

Pavel Ermol­in­skij - KR

Kristó­fer Acox - KR

Ólaf­ur Ólafs­son - Grinda­vík

Hauk­ur Helgi Páls­son - Cholet

Tryggvi Snær Hlina­son - Valencia




Fleiri fréttir

Sjá meira


×