Viðskipti innlent

Hópuppsögn hjá prjónastofunni Glófa

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Starfsmenn Glófa eru um 45 og starfa við framleiðslu á Akureyri, í Kópavogi og á Hvolsvelli.
Starfsmenn Glófa eru um 45 og starfa við framleiðslu á Akureyri, í Kópavogi og á Hvolsvelli. Vísir/Vihelm
Öllum ellefu starfsmönnum hjá prjónastofunni Glófa á Hvolsvelli hefur verið sagt upp og verður starfseminni á staðnum hætt 1. mars 2015 rætist ekki úr verkefnastöðunni.

„Þetta er fyrst og fremst varúðaráðstöfun, við höfum verkefni út febrúar 2015 en síðan er óljóst með framhaldið. Vörurnar frá Hvolsvelli hafa aðallega farið til eins aðila í Þýskalandi en þar hefur eftirspurnin dottið niður og því þarf m.a. að grípa til þessara uppsagna“, segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa.

Í dag er Glófi stærsti framleiðandinn á ullarvörum úr íslensku vélprjónabandi. Stærsti hluti framleiðslunnar er undir vörumerkinu Varma eða „The warmth of Iceland“. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 45 og starfa við framleiðslu á Akureyri, í Kópavogi og á Hvolsvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×