Innlent

Hópnauðgunarkæra enn á borði ríkissaksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mennirnir voru leiddir fyrir dómara þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Mennirnir voru leiddir fyrir dómara þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Vísir / Vilhelm
Ríkissaksóknari er enn með mál fimm pilta sem kærðir voru fyrir hópnauðgun síðastliðið vor til skoðunar. Ekki liggur því fyrir hvort ákært verði í málinu eða það látið falla niður. Þetta kemur fram i svörum frá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis.

Mennirnir voru handteknir í kjölfar þess að sextán ára stúlka lagði fram kæru á hendur þeim fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti. Þeir voru leiddir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa allir lýst yfir sakleysi sínu og sagt stúlkuna hafa veitt samþykki fyrir því að stunda með þeim samfarir.

Meðal gagna sem stúlkan lagði fram er myndband af atvikinu. Vitað er að myndbandið fór í dreifingu á netinu auk þess sem að allir aðilar málsins voru nafngreindir á samfélagsmiðlum. 


Tengdar fréttir

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×