Sport

Hóparnir klárir fyrir EM í hópfimleikum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísland er ríkjandi Evrópumeistari.
Ísland er ríkjandi Evrópumeistari. mynd/fsí
Landsliðsþjálfarar Íslands í hópfimleikum hafa tilkynnt lokahópinn fyrir EM í hópfimleikum sem fram fer í Höllinni 15.-18. október.

Liðin eru gríðarlega sterk, en tólf af fjórtán keppendum í kvennaliðinu hafa orðið Evrópumeistarar og þrjár þeirra eru tvöfaldir meistarar; Glódís Guðgeirsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir.

Tveir nýliðar eru í hópunum; Arna Sigurðardóttir og Valdís Ellen Kristjánsdóttir, en uppeldisfélag Valdísar er Höttur á Egilsstöðum og er þetta í fyrsta skipti sem fimleikakona frá þeim kemst í A landsliðið.

Af þeim 28 sem mynda hópana tvo hafa 26 keppt áður á Evrópumóti og má því segja að reynsluboltarnir mæti til leiks eftir 50 daga og keppi fyrir Íslands hönd á stærsta innanhúss íþróttaviðburði sem haldinn hefur verið á landinu.

Fyrirliði kvennalandsliðsins er Sif Pálsdóttir, en hún er ein sigursælasta og reyndasta fimleikakona landsins.

Ferillinn hennar nær yfir tvo áratugi og er hún ein af fáum sem hefur verið afreksmaður bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum.

Kvennalandsliðið:

Andrea Sif Pétursdóttir - Stjarnan

Birta Sól Guðbrandsdóttir - Gerpla

Eva Grímsdóttir - Stjarnan

Fríða Rún Einarsdóttir - Gerpla

Glódís Guðgeirsdóttir - Gerpla

Hulda Magnúsdóttir - Stjarnan

Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg - Gerpla

Karen Sif Viktorsdóttir - Gerpla

Rakel Nathalie Kristinsdóttir - Gerpla

Sara Margrét Jóhannesdóttir - Stjarnan

Sif Pálsdóttir - Gerpla

Sólveig Bergsdóttir - Gerpla

Valgerður Sigfinnsdóttir - Gerpla

Þórey Ásgeirsdóttir - Stjarnan

Fyrirliði: Sif Pálsdóttir

Þjálfarar: Bjarni Gíslason, Björn Björnsson, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir

 

Blandað lið:

Arna Sigurðardóttir - Stjarnan

Edda Sigríður Sigfinnsdóttir - Gerpla

Harpa Guðrún Hreinsdóttir - Stjarnan

Hugrún Hlín Gunnarsdóttir - Selfoss

Katrín Pétursdóttir - Gerpla

Valdis Ellen Kristjánsdóttir - Stjarnan

Þórdís Ólafsdóttir - Stjarnan

Aron Bragason - Selfoss

Benedikt Rúnar Valgeirsson - Gerpla

Birkir Sigurjónsson - Ármann

Daði Snær Pálsson - Ármann

Magnús Óli Sigurðarsson - Gerpla

Sindri Steinn Davíðsson Diego - Ármann

Þorgeir Ívarsson - Gerpla

Fyrirliði: Þórdís Ólafsdóttir

Þjálfarar: Alice Flodin, Daniel Bay og Þórarinn Reynir Valgeirsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×