Formúla 1

Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Stoffel Vandoorne á brautinni í Barein.
Stoffel Vandoorne á brautinni í Barein. Vísir/Getty
McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna.

Rafall sem tengdur er við vélina var sífellt að valda liðinu vandræðum í Barein kappakstrinum. Stoffel Vandoorne, ökumaður liðsins gat ekki ræst af stað í keppnina vegna MGU-H rafalsins. MGU-H rafallinn notar hita frá útblæstri vélarinnar til að hlaða rafhlöðurnar í Formúlu 1 vélum.

Vandoorne tókst að aka vandræðalaust yfir 80 hringi á æfingum eftir Barein-kappasturinn og hefur Honda síðan þá unnið að lagfæringu.

Bæði Vandoorne og Fernando Alonso munu nota nýja gerð rafalsins sem þó er að öllum líkindum ekki alveg ný heldur byggð á rafal síðasta árs.

„Við eigum enn eftir að setja saman vandræðalausa helgi með örðum hvorum ökumanna okkar. Það er fyrsta skrefið, áður en það gerist getum við lítið gert í að auka frammistöu okkar. Honda er að leita leiða að lausn við MGU-H vandamálum sem hafa verið að hrjá okkur,“ sagði Eric Boullier, liðsstjóri McLaren-Honda.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein

Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi.

Button tekur sæti Alonso í Mónakó

Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×