Enski boltinn

Hönd Egyptans | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmohamady komst ekki upp með svindlið.
Elmohamady komst ekki upp með svindlið. vísir/getty
Newcastle leiðir með tveimur mörkum gegn engu á móti Hull City á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Rémy Cabella kom Newcastle yfir á 40. mínútu en fimm mínútum seinna virtist Egyptinn Ahmed Elmohamady hafa jafnað metin eftir aukaspyrnu Gaston Ramírez.

Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi markið hins vegar ógilt en í endursýningu kom greinilega í ljós að Elmohamady sló boltann með vinstri hendi yfir Tim Krul, markvörð Newcastle, og í netið. Minntu þessi tilþrif hans óneitanlega á það þegar Diego Maradona skoraði með „hönd Guðs“ gegn Englandi á HM 1986.

Elmohamady var sakleysið uppmálað en eina sem hann hafði upp úr krafsinu var gult spjald. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sammy Ameobi kom svo Newcastle í 0-2 á 50. mínútu en fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×