Sport

Holyfield gjaldþrota eftir að hafa eytt 30 milljörðum króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holyfield á fyrir ís í dag.
Holyfield á fyrir ís í dag. vísir/getty
Þó svo Evander Holyfield hafi unnið sér inn 30 milljarða á hnefaleikaferlinum þá tókst honum að verða gjaldþrota.

Er Holyfield varð gjaldþrota fyrir þó nokkru síðan þurfti hann að selja allt sem hann átti. Hann byrjaði á að selja höllina sem hann bjó í en hún var ekki með nema 109 herbergjum. Einnig seldi hann beltin sín, hanska og sloppa.

Eitt af því sem sligaði Holyfield voru há meðlög. Hann á ellefu börn með sex konum og allar voru þær að fá há meðlög frá honum.

Til þess að halda sér gangandi hélt Holyfield áfram að boxa. Það var aðeins í fyrra sem hann lýsti því yfir að hann væri hættur. Þá var Holyfield 51 árs.

Hann er kominn með alls konar auglýsingasamninga í dag og hefur nóg að gera. Holyfield hefur lagt til hliðar allan biturleika yfir því sem klúðraðist og er farinn að brosa framan í heiminn á ný.

„Það þýðir ekkert að væla og velta sér upp úr því sem er búið. Mamma sagði alltaf við mig að það væru engar afsakanir," sagði Holyfield.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×