FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER NÝJAST 06:00

Pressan er á bandaríska liđinu í Ryder-bikarnum

SPORT

Holtavörđuheiđin lokuđ vegna veđurs

 
Innlent
17:44 21. FEBRÚAR 2016
Vegfarendur sem ćtluđu sér ađ fara yfir Holtavörđuheiđi er bent á ađ vegir nr. 59 og 60, Laxárdalsheiđi og Brattabrekka, eru opnir en ţar er hálka, ţćfingur og einhver skafrenningur.
Vegfarendur sem ćtluđu sér ađ fara yfir Holtavörđuheiđi er bent á ađ vegir nr. 59 og 60, Laxárdalsheiđi og Brattabrekka, eru opnir en ţar er hálka, ţćfingur og einhver skafrenningur. VÍSIR/GVA

Lokað er um Víkurskarð, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna veðurs. Auk þess er lokað um Siglufjarðarveg vegna snjóflóða.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegfarendur sem hafi ætlað sér að fara yfir Holtavörðuheiði sé bent á að vegir númer 59 og 60, Laxárdalsheiði og Brattabrekka, séu opnir en þar sé hálka, þæfingur og einhver skafrenningur.

„Hálkublettir og óveður er á Kjalarnesi. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en þó er lokað um Holtavörðuheiði. Á Bröttubrekku er snjóþekja og skafrenningur. Á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði en hálka og óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði en unnið er að mokstri þar og einnig í Ísafjarðardjúpi. Hálka er á Hálfdán og Mikladal en snjóþekja á Kleifaheiði og Gemlufallsheiði.

Snjóþekja eða þæfingur ásamt skafrenning eða snjókomu er á flestum leiðum á Norðurlandi. Ófært er um Þverárfjall og þæfingsfærð er á nokkrum útvegum, lokað er um Siglufjarðarveg. Víkurskarð er lokað.

Á Austurlandi er lokað um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði en ófært er um Vatnsskarð eystra. Þæfingsfærð og stórhríð er á Fagradal og þungfært og stórhríð á Oddsskarði. Autt er að mestu með suðaustur ströndinni en þó hálkublettir á köflum,“ segir á vef Vegagerðarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Holtavörđuheiđin lokuđ vegna veđurs
Fara efst