FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 20:00

Hefur ekki áhyggjur af fylgishruni án Helga Hrafns

FRÉTTIR

Holtavörđuheiđin lokuđ vegna veđurs

 
Innlent
17:44 21. FEBRÚAR 2016
Vegfarendur sem ćtluđu sér ađ fara yfir Holtavörđuheiđi er bent á ađ vegir nr. 59 og 60, Laxárdalsheiđi og Brattabrekka, eru opnir en ţar er hálka, ţćfingur og einhver skafrenningur.
Vegfarendur sem ćtluđu sér ađ fara yfir Holtavörđuheiđi er bent á ađ vegir nr. 59 og 60, Laxárdalsheiđi og Brattabrekka, eru opnir en ţar er hálka, ţćfingur og einhver skafrenningur. VÍSIR/GVA

Lokað er um Víkurskarð, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna veðurs. Auk þess er lokað um Siglufjarðarveg vegna snjóflóða.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegfarendur sem hafi ætlað sér að fara yfir Holtavörðuheiði sé bent á að vegir númer 59 og 60, Laxárdalsheiði og Brattabrekka, séu opnir en þar sé hálka, þæfingur og einhver skafrenningur.

„Hálkublettir og óveður er á Kjalarnesi. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en þó er lokað um Holtavörðuheiði. Á Bröttubrekku er snjóþekja og skafrenningur. Á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði en hálka og óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði en unnið er að mokstri þar og einnig í Ísafjarðardjúpi. Hálka er á Hálfdán og Mikladal en snjóþekja á Kleifaheiði og Gemlufallsheiði.

Snjóþekja eða þæfingur ásamt skafrenning eða snjókomu er á flestum leiðum á Norðurlandi. Ófært er um Þverárfjall og þæfingsfærð er á nokkrum útvegum, lokað er um Siglufjarðarveg. Víkurskarð er lokað.

Á Austurlandi er lokað um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði en ófært er um Vatnsskarð eystra. Þæfingsfærð og stórhríð er á Fagradal og þungfært og stórhríð á Oddsskarði. Autt er að mestu með suðaustur ströndinni en þó hálkublettir á köflum,“ segir á vef Vegagerðarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Holtavörđuheiđin lokuđ vegna veđurs
Fara efst