Fótbolti

Hólmfríður hélt Avaldsnes á toppnum | Fyrsti sigur Kristianstads

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður er komin með fimm mörk í norsku deildinni á tímabilinu.
Hólmfríður er komin með fimm mörk í norsku deildinni á tímabilinu. vísir/vilhelm
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði Avaldsnes dýrmætan 0-1 sigur á Stabæk á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hólmfríður skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Þetta var fimmta mark hennar í níu deildarleikjum á tímabilinu.

Avaldsnes er enn á toppi norsku deildarinnar, þökk sé marki Hólmfríðar sem lék allan leikinn fyrir Avaldsnes í dag líkt og Þórunn Helga Jónsdóttir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sömuleiðis allan leikinn fyrir Stabæk sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Gunnhildur og stöllur hennar eru í 4. sæti með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Avaldsnes.

Elísabet stýrði Kristianstads til sigurs í dag.vísir/anton
Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, vann sinn fyrsta sigur í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið lagði Kvarnsvedens með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli.

Sif Atladóttir lék allan tímann í miðri vörn Kristianstads sem komst upp úr botnsætinu með sigrinum.

Kristianstads er nú í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×