Fótbolti

Hólmfríður á skotskónum í sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmfríður á æfingu með íslenska landsliðinu.
Hólmfríður á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/arnþór
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes, var á skotskónum í 3-0 sigri liðsins á Amazon Grimstad í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurinn þýðir að Lilleström verður að bíða með að fagna norska titlinum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Hólmfríður og félagar vissu að allt annað en sigur þýddi að Lilleström yrði norskur meistari en mótherjar dagsins voru Amazon Grimstad sem berjast um sæti sitt í deildinni á næsta tímabili.

Hólmfríður kom Avaldsnes yfir á 8. mínútu leiksins í dag en Avaldsnes gerði út um leikinn með tveimur mörkum frá Elise Thorsnes og Cecilie Pedersen sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Avaldsnes heldur því lífi í titilibaráttunni en félagið þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru og treysta á að topplið Lilleström tapi á sama tíma þremur leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×