Íslenski boltinn

Hólmbert Aron kominn til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson. Vísir
Hólmbert Aron Friðjónsson er orðinn leikmaður Álasunds í Noregi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Verður hann þar með fjórði Íslendingurinn hjá félaginu en það féll úr norsku úrvalsdeildinni síðastliðið haust. Fyrir eru Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson.

Hólmbert kemur til Noregs frá Stjörnunni en hann hefur einnig spilað með KR, Fram og HK hér á landi. Þá var hann á mála hjá Celtic og Bröndby á sínum tíma.

„Mér líst mjög vel á klúbbinn. Hann býr yfir góðum aðstæðum og er með frábæran völl. Þrátt fyrir að hann sé í OBOS-ligaen (B-deildinni) þá er þetta stór klúbbur í Noregi og ég er spenntur fyrir þessu. Félagið stefnir á að komast beint upp aftur og vonandi tekst það. Það heldur nánast öllum leikmönnum," segir Hólmbert í viðtali við Fótbolta.net.

Hólmbert Aron kom við sögu í 23 leikjum í deild og bikar síðastliðið sumar með Stjörnunni og skoraði í þeim ellefu mörk - öll í Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×