Sport

Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly lumbrar hér á Rondu.
Holly lumbrar hér á Rondu. vísir/getty
Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey.

Hún vill nefnilega keppa aftur sem fyrst og Rousey er ekki klár í það enda að sinna öðrum verkefnum og sleikja sárin eftir tapið gegn Holm í Ástralíu.

Holm rotaði þá Rousey í annarri lotu. Það voru óvæntustu úrslit síðasta árs í UFC.

Væntanlega verður tilkynnt um næsta bardaga Holm í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Fastlega er búist við því að Holm keppi gegn Miesha Tate.

Dana White, forseti UFC, ætlar sér að láta bardaga Holm og Rousey fara fram á UFC 200 sem fer fram þann 9. júlí. Það á að verða stærsta kvöld í sögu UFC og því eðlilegt að sá bardagi fari fram það kvöld.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×