Höllin bíđur | Upphitunarmyndband Ţórsara fyrir leikinn í kvöld

 
Körfubolti
16:00 25. JANÚAR 2016
Grćni drekinn lćtur sig ekki vanta í kvöld.
Grćni drekinn lćtur sig ekki vanta í kvöld. VÍSIR/ERNIR

Þorlákshafnar Þórsarar eiga möguleika á því að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Keflvíkingar hafa unnið Þórsara í báðum leikjum liðanna í Domino´s deildinni og hafa ennfremur komist tíu sinnum í bikarúrslitin. Keflavíkurliðið tapaði hinsvegar síðasta leik sínum á heimavelli á móti nágrönnunum í Njarðvík og því má búast við grimmum Keflvíkingum í kvöld.

Þórsarar hafa einu sinni áður verið í þessari stöðu en þá þurftu þeir að spila á útivelli og töpuðu 93-84 í Grindavík árið 2014.

Sjá einnig: Komast Þórsarar í fyrsta sinn í Höllina?

Þórsarar vonast eftir góðum stuðningi í Icelandic Glacial höllinni í kvöld og hafa nú sett saman í myndband til að auglýsa leikinn og ýta undir stemmninguna fyrir kvöldið.   

Það er nóg að tilþrifaleikmönnum í liðunum og ekki eru þeir færri hjá heimamönnum sem hafa komið mjög mörgum á óvart með frábærri frammistöðu.

Þegar Nat-vélin, spin doktorinn, Dabbi Kóngur og einn besti Bandaríkjamaður deildarinnar eru saman í liði er alltaf von á flottum tilþrifum eins og sést í þessu myndbandi sem má finna hér fyrir neðan.

Hvort Þórsliðinu takist að verða átjánda félagið sem kemst í bikarúrslit karla verður að koma í ljós en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Höllin bíđur | Upphitunarmyndband Ţórsara fyrir leikinn í kvöld
Fara efst