Enski boltinn

Hollenskur landsliðsmaður til Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Narsingh varð tvívegis hollenskur meistari með PSV.
Narsingh varð tvívegis hollenskur meistari með PSV. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, keypti sinn fyrsta leikmann í dag.

Sá heitir Luciano Narsingh, 26 ára hollenskur landsliðsmaður. Hann kemur til Swansea frá PSV Eindhoven.

Swansea greiddi PSV fjórar milljónir punda fyrir Narsingh. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Swansea.

Narsingh getur þó ekki leikið með Swansea gegn Arsenal á laugardaginn vegna smávægilegra meiðsla í kálfa.

Narsingh hóf ferilinn hjá Heerenveen en gekk í raðir PSV 2012. Hann varð tvívegis hollenskur meistari með félaginu.

Narsingh hefur skorað fjögur mörk í 16 landsleikjum fyrir Holland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×