Viðskipti innlent

Hollenski seðlabankinn selur allar Icesave kröfur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollenski seðlabankinn hefur selt allar kröfur sem bankinn á í þrotabú gamla Landsbankann vegna Icesave reikninganna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef hollenska seðlabankans í morgun. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við hollenska fjármálaráðuneytið.

Upphafleg krafa hollenska seðlabankans á gamla Landsbankann nam rúmlega 1,6 milljörðum evra, sem er um 252 milljarðar íslenskra króna miðað við núverandi gengi krónunnar. Ákveðið var að hollenski bankinn myndi greiða hollenskum innstæðueigendum innstæður þeirra á Icesave reikningunum eftir að reikningunum var lokað í byrjun október 2008. Í tilkynningu hollenska seðlabankans segir að bankinn eigi nú enga kröfu á gamla Landsbankann.

Af upprunalegri 1,6 milljarða evra kröfu hafði gamli Landsbankinn þegar greitt 932 milljónir evra, eða 143 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×