Fótbolti

Hollendingar mæta með nýjan þjálfara á móti Íslandi | Hiddink hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Vísir/Getty
Guus Hiddink er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta en hollenska knattspyrnusambandið gaf það út í kvöld.

Guus Hiddink hefur verið þjálfari liðsins í tæpt ár en hann er orðinn 68 ára gamall. Danny Blind, aðstoðarmaður Hiddink, tekur við liðinu og stýrir því út undankeppnina.

Hollenska landsliðið er í 3. sæti í riðli Íslands í undankeppni EM 2016 en liðið tapaði meðal annars 2-0 á Laugardalsvellinum síðasta haust.

Danny Blind átti að taka við liðinu eftir úrslitakeppni EM 2016 en eftir aðeins 4 sigra í 10 leikjum ákvað Guus Hiddink að stíga frá borði.

Guus Hiddink náði frábærum árangri með landslið sín hér á árum áður en hollenska liðið komst í undanúrslit HM 1998 þegar hann þjálfaði liðið í fyrra skiptið.

Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er einmitt á móti Hollandi í Amsterdam næsta haust og þar munu Hollendingar mæta með nýjan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×