Fótbolti

Hollari matur á Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart í fyrsta leik með Torino.
Hart í fyrsta leik með Torino. vísir/getty
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart er afar hamingjusamur á Ítalíu en þangað var hann lánaður þar sem Man. City hafði ekki not fyrir hann lengur.

„Ég æfi eins og spila. Þetta er fótbolti og hann er mín ástríða. Mér líður vel hér í Toro,“ sagði Hart sem er þegar farin að tala um Torino sem Toro.

Hann byrjaði ekki vel í fyrsta leik með Torino en hann er löngu búinn að leggja það til hliðar og horfir björtum augum til framtíðar.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér og ég skil af hverju enskir markverðir hafa ekki verið að koma hingað? Þetta er frábært tækifæri fyrir minn feril,“ segir hinn 29 ára gamli Hart.

„Það er mikill munur á Ítalíu og Englandi. Maturinn hér er góður og hollari en heima. Hér er ekki yfir neinu að kvarta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×