Erlent

Hollande í Gíneu

Francois Hollande Frakklandsforseti heimsækir í dag afríkuríkið Gíneu þar sem Ebólufaraldurinn geisar. Hollande verður þannig fyrsti vestræni leiðtoginn sem kemur á hamfarasvæðin þar sem rúmlega fimmþúsund manns hafa látið lífið síðustu mánuði.

Ástandið hefur verið einna verst í Gíneu þar sem tólfhundruð eru látnir og segist forsetinn vera með heimsókn sinni að færa íbúunum skilaboð um að Evrópa standi við bakið á þeim í baráttunni. Frakkar hafa heitið hundrað milljónum evra og er verið að reisa heilsugæslustöðvar víðsvegar um Gíneu fyrir það fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×