Erlent

Hollande fundar með ráðamönnum í Calais

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Hollande kemur til Calais.
Francois Hollande kemur til Calais. Vísir/AFP
Francois Hollande hyggst í dag að heimsækja frönsku hafnarborgina Calais. Þar eru hinar illræmdu flóttamannabúðir sem í daglegu tali eru kallaðar Frumskógurinn en Hollande lýsti því yfir á dögunum að hann hyggist loka þeim fyrir fullt og allt.

Hollande mun hitta lögregluna í borginni og hafnaryfirvöld auk stjórnmálamanna en ekki er búist við því að hann heimsæki sjálfar búðirnar.

Hollande hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðbúnaðinn í búðunum undanfarin misseri og nú hefur hann lofað því aðþeim verði lokað og að fólkið sem þar dvelur verði flutt í búðir víðs vegar um Frakkland þar sem aðbúnaður er betri.

Ástæðan fyrir veru fólksins í Calais er þó aðallega sú að þaðan er stutt yfir til Bretlands, og þangað vill fólkið sem þar dvelur flest allt komast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×