Lífið

Höll minninganna: frá Tobbu til Tobbu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tobba Marinós auglýsti mikið eftir pennavinum í Barna-DV á sínum yngri árum og bað stráka um að vera ófeimna við að skrifa sér.

Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarson auglýsti eftir körfuboltamyndum og lyklakippum í Barna-DV.

Björn Bragi sigraði með liði Fylkis í Trölla-Tópasmóti Fylkis árið 1993. Með honum í liði var rapparinn og leikstjórinn Ágúst Bent.

Björn Bragi fjórði frá vinstri í miðröðinni og Ágúst Bent annar frá hægri í sömu röð.
Ágúst Bent fermdist í Árbæjarkirkju árið 1997 og kom presturinn að honum að rappa Wu-Tang-texta í predikunarstólnum.

Steindi Jr, góðvinur og samstarfsfélagi Ágústs Bents, er þekktur fyrir sína hnyttnu rapptexta.

Steindi eignaðist nýverið sitt fyrsta barn með sinni heittelskuðu, Sigrúnu Sigurðardóttir og Tobba eignaðist einmitt sitt fyrsta barn á sunnudagskvöldið með kærasta sínum, Karli Sigurðssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×