Lífið

Höll minninganna: Frá Önnu Mjöll til Önnu Mjallar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Anna Mjöll Ólafsdóttir tók þátt í söngkeppninni Látúnsbarkinn árið 1988.

Sérstakur gestur var Bjarni Arason, sigurvegari keppninnar árið áður. Í þeirri keppni var dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir á meðal dómara.

Ástrós var kölluð diskódrottning á níunda áratug síðustu aldar.

Hún prýddi forsíðu Heimsmyndar ásamt Önnu Margréti Jónsdóttur, Ungfrú Ísland árið 1987, þar sem þær ræddu líkamsdýrkun og nútímakonuna.

Linda Pétursdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 1988 en fyrst bar hún nafnbótina Ungfrú Austurland.

Blaðakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir tók þátt í Ungfrú Austurlandi árið 1997.

Ingibjörg á son sem heitir Lúkas Emil en eiginmaður Önnu Mjallar, sem hún stendur nú í skilnaði við, heitir einmitt Luca Ellis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×