Viðskipti innlent

Högum enn ekki borist greiðsla frá ríkinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. Vísir/KTD
Högum hefur enn ekki borist 245 milljónir frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkissjóðs af innfluttum landbúnaðarvörum.

Þann 21. janúar síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli Haga gegn íslenska ríkinu. Högum voru dæmdar 245 milljónir auk vaxta vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkissjóðs af innfluttum landbúnaðarvörum.

Fjármunum verður skilað til viðskiptavina

Fram kemur í tilkynningu að afstaða Haga til þess hvernig þessum fjámunum verður ráðstafað hefur ávallt legið fyrir. Þeim fjármunum verður skilað til viðskiptavina félagsins í gegnum lægra vörurverð.  Viðskiptavinir félagsins munu njóta þessara fjármuna í lægra vöruverði en félagið þarf að fara yfir álitamál um framkvæmdina, meðal annars með tilliti til samkeppnislaga.  Félagið mun kynna sérstaklega með hvaða hætti vöruverð verður lækkað til viðskiptavina Bónus og Hagkaups.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×