Viðskipti innlent

Högnuðust um 1,3 milljarða króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Skipta.
Orri Hauksson, forstjóri Skipta. Vísir
Fjárfestingar Skipta hf voru þær mestu um árabil fyrstu sex mánuði ársns en alls var fjárfest fyrir 2,2 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Tekjur námu 15,3 milljörðum. EBITDA var 4,0 milljarðar króna og hagnaður eftir skatta nam 1,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu Skipta fyrir árshlutareikning fyrstu sex mánuði ársins sem finna má í viðhengi hér að neðan.

„Fyrri hluti ársins var afar viðburðaríkur hjá félaginu og er ásættanleg afkoma af rekstrinum. Mjög mikil samkeppni ríkir á fjarskiptamarkaðnum. Síminn og systurfélög hans hafa lagt áherslu á vöruþróun og nýbreytni, stöðugar umbætur í þjónustu, auk markviss sölu- og markaðsstarfs,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Skipta.

„Þannig náði Síminn viðunandi árangri á markaði á fyrri hluta ársins. Með þeim skipulagsbreytingunum sem gerðar voru í febrúar féll til umtalsverður kostnaður en breytingarnar munu skila hagræðingu í rekstrinum til framtíðar. Á tímabilinu fjárfestum við fyrir tæpa 2,2 milljarða króna sem eru mestu fjárfestingar félagsins um árabil og aukning um 300 milljónir milli ára. Þessar fjárfestingar eru mikilvægur grunnur að framtíðartekjumyndun samstæðunnar. Undirbúningur er hafinn að skráningu félagsins í kauphöll og er gert ráð fyrir skráningu á fyrri hluta árs 2015.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×