Innlent

Höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar um næstu áramót

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar en þeir starfsmenn Fiskistofu sem starfa í núverandi höfuðstöðvum í Hafnarfirði ráða því hvort hafi starfsstöð þar eða á Akureyri.
Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar en þeir starfsmenn Fiskistofu sem starfa í núverandi höfuðstöðvum í Hafnarfirði ráða því hvort hafi starfsstöð þar eða á Akureyri. Vísir/Valli
Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem nú eru í Hafnarfirði, verða á Akureyri frá og með 1. janúar 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir að flutningurinn sé „í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.

Með breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands sem samþykktar voru á liðnu þingi hefur verið lögfest heimild fyrir ráðherra til að taka ákvörðun sem þessa. en þar segir: „Ráðherra kveður á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum.““  

Mikill styr hefur staðið um flutning Fiskistofu en Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, tilkynnti starfsmönnum stofnunarinnar það í síðastliðið haust að flytja ætti stofnunina í heild sinni til Akureyrar. Mættu þær hugmyndir ráðherra mikilli andstöðu starfsmanna Fiskistofu og dró Sigurður Ingi í land með áform sína um að flytja stofnunina í heild sinni.

Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar en þeir starfsmenn Fiskistofu sem starfa í núverandi höfuðstöðvum í Hafnarfirði ráða því hvort hafi starfsstöð þar eða á Akureyri.


Tengdar fréttir

Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun

Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina.

„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“

Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×