Innlent

Höfuðborgin missir flugið

Fjölgun á Höfuðborgarsvæðinu er undir landsmeðaltali, sem er afar fátítt. Fréttablaðið/Vilhelm
Fjölgun á Höfuðborgarsvæðinu er undir landsmeðaltali, sem er afar fátítt. Fréttablaðið/Vilhelm
Samfélag Íbúum fjölgar í öllum landshlutum að Vestfjörðum undanskildum þar sem íbúafjöldinn nánast stendur í stað. Íbúum fjölgar einnig í dreifbýli og smáum byggðakjörnum vítt og breitt um landið. Í upphafi árs voru landsmenn 338.349 að tölu og hafði þeim fjölgað um 5.820 frá því árinu á undan, eða um 1,8 prósent. Athygli vekur í tölum Hagstofunnar að fjölgun á höfuðborgarsvæðinu var aðeins 1,5 prósent á sama tíma og landsmeðaltalið var 1,8 prósent. Mest var fjölgunin á Suðurnesjum, um 6,6 prósent, og á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 2,1 prósent. – sa


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×