Viðskipti innlent

Höft kunna að magna smitáhrif

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Eins og dæmin sanna erfjármálastöðugleiki ekki fenginn af sjálfu sér og tryggingafélög ekki ónæm fyrir skaða.
Eins og dæmin sanna erfjármálastöðugleiki ekki fenginn af sjálfu sér og tryggingafélög ekki ónæm fyrir skaða.
Innan hafta kunna vátryggingafélög og aðrir á fjármálamarkaði að verða of háðir innlendum aðilum um fjármögnun.

Þetta gæti magnað smitáhrif milli fjármálakerfisins og raunhagkerfisins. Að þessu þarf huga til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika, að því er fram kemur í grein Sigurðar Freys Jónatanssonar, sérfræðings á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins (FME), í Fjármál, nýútkomið vefrit FME.

Greinin fjallar um áhrif vátryggingafélaga á fjárhagslegan stöðugleika.

Um leið kemur fram í grein Sigurðar að hér sé bankakerfið enn tiltölulega stórt miðað við þjóðarframleiðslu á meðan hlutfall vátryggingamarkaðar af þjóðarframleiðslu sé meðal þess lægsta sem þekkist á meðal OECD-ríkja.

Sigurður F. Jónatansson
„Við fyrstu sýn virðist því ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af vátryggingafélögum í samanburði við bankakerfið,“ segir hann, en bætir um leið við að reynslan hér sýni samt að við fjárhagslegan óstöðugleika geti vátryggingafélag fallið með verri afleiðingum áður hafi þekkst. 

„Til að tryggja hagsmuni neytenda og tjónþola Sjóvár Almennra sem hefðu að öðrum kosti verið óbættir, lagði ríkissjóður til fjármuni sem svöruðu til 4,8 milljarða króna nettó eftir sölu nýja félagsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×